Hagfræðingurinn Robert Wade ætti að vera orðinn flestum Íslendingum kunnur. Innlegg Roberts Wades í umræðuna hefur verið eftirtektarvert frá upphafi og innlegg hans í myndina Maybe I Should Have eru ekki síður eftirtektarverð.
Hann reyndi að vara okkur við, aftur og aftur en enginn vildi hlusta.
Hann er enn að vara okkur við og ennþá finnst honum hann tala út í vindinn.
Hann segir frá því í myndinni hversu undarlegt honum fannst að allar viðvaranir, frá honum sjálfum og öðrum, voru hunsaðar og jafnvel gerðar ótrúverðugar þrátt fyrir sterk rök.