Hvað er skemmtifræðsla?

skemmtiHvað ef - skemmtifræðsla er leiksýning sem notast við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu. Þar er á mjög nýstárlegan og skemmtilegan hátt farið yfir kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, eineltis, sjálfsmorða og fleira.

Markmiðið  er að sýna unglingum fram á að þeir hafi val, og að sakleysislegar stundarhrifsákvarðanir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það að reykja eina hasspípu eða vera í félagskap þeirra sem leggja stund á fíkniefnaneyslu getur hrundið af stað dapurlegri  atburðarás. Það að segja já við E-pillu getur verið fyrsta skrefið á langri og miður fallegri ævisögu.

Nánari upplýsingar um markmið er að finna hér.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Algjör snilld!! Ekkert smá skemmtilegt og virkilega heillandi krakkar sem leika þetta verk. Hittir alveg jafn mikið til okkar sem eru aðeins eldri og hinna ungu. Hef unnið við forvarnarstörf og þetta leikrit á að vera MÖST fyrir alla unga krakka að sjá. Gangi ykkur vel :)

Einar Einarsson

Styrktaraðilar

<