Hvað er skemmtifræðsla?

skemmtiHvað ef - skemmtifræðsla er leiksýning sem notast við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu. Þar er á mjög nýstárlegan og skemmtilegan hátt farið yfir kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, eineltis, sjálfsmorða og fleira.

Markmiðið  er að sýna unglingum fram á að þeir hafi val, og að sakleysislegar stundarhrifsákvarðanir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það að reykja eina hasspípu eða vera í félagskap þeirra sem leggja stund á fíkniefnaneyslu getur hrundið af stað dapurlegri  atburðarás. Það að segja já við E-pillu getur verið fyrsta skrefið á langri og miður fallegri ævisögu.

Nánari upplýsingar um markmið er að finna hér.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Hæhæ, mig langaði bara að þakka fyrir sýninguna sem ég fór á í kvöld. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og vakti mig til umhugsunar. Ég ætla ALDREI að nota dóp og ég ætla heldur ekki að skemma í mér lungun með reykingum. Mér finnst mögnuð en ógeðsleg sagan að dópistanum sem át upp æluna og ég ætla aldrei að verða þannig. Ég ætla heldur ekki að drekka fyrr en um tvítugt því ég skemmti mér bara konunglega með vinkonum mínum án þess að drekka...við segjum alltaf að við séum nú nógu vitlausar fyrir. Við skemmtum okkur vel án þess :) Takk bara kærlega fyrir frábæra sýningu. Kveðja Alexandra, 13 ára :)

Alexandra Björk Guðmundsdóttir

Styrktaraðilar

<