Hvað ef?

 Söngvarar: Ævar Þór Benediktsson, Ólöf Jara Skagfjörð, Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Höfundur lags og texta: Valgeir Skagfjörð
Útsetning: Guðmundur Ingi Þorvaldsson & Þórður Gunnar Þorvaldsson

Hvað ef hætti sól að vekja sérhvern dag?
Hvað ef nóttin dytti niður, fengi slag?
Hvað ef augun allt í einu hættu’ að sjá?
Hvað ef hjartað gæfist upp á því að slá?
Hvað ef hefði ég ekki sagt þetta’ eina orð?
Hvað ef prúð við sætum öll við sama borð?
Hvað ef ekki þýðir neitt um neitt að fást?
Hvað ef ekki er til þessi eina sanna ást?

Hvað ef hefði ég verið með sjálfum mér,
hvað ef hefði ég bara hugsað lengra hér?
Hvað ef hefði ég verið, hvað ef hefði ég verið,
hvað ef hefði ég verið með sjálfum mér?

Hvað ef hefði ég verið, hvað ef hefði ég verið,
hvað ef hefði ég verið með sjálfum mér?

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Lögin í sýningunni


PopUp MP3 Player (New Window)

Hvað segja sýningargestir?

Flott sýning sem kom við mann, skilið boðskapnum vel. Það sem stakk mig hér á Akureyri var umræðan eftir sýninguna. Þetta er svo mikið samfélagslegt vandamál og hvað gerir Akureyriarbær sem samfélag í því? Hefði viljað sjá ráðamenn Akureyrar upp á sviði til að taka við spurningum varðandi t.d. um styrki, fjárframlög og aðstoð við þessa krakka. Samfélagið virkar þannig í dag að það er auðveldara að fá sér einn skammt enn og sá skammtur getur verið dýrkeyptur. Ég hefði frekar viljað sjá 180 miljónirnar sem fóru í Bílaklúbb Akureyrar fara í það að byggja upp athvarf með sérfræðingum sem gætu tekið á móti þessum fárveiku krökkum og unnið skipulega í því að koma þeim í betri farveg! Þessir krakkar eru ja...

Eydís Davíðsdóttir

Styrktaraðilar

<