Hvað ef?

 Söngvarar: Ævar Þór Benediktsson, Ólöf Jara Skagfjörð, Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Höfundur lags og texta: Valgeir Skagfjörð
Útsetning: Guðmundur Ingi Þorvaldsson & Þórður Gunnar Þorvaldsson

Hvað ef hætti sól að vekja sérhvern dag?
Hvað ef nóttin dytti niður, fengi slag?
Hvað ef augun allt í einu hættu’ að sjá?
Hvað ef hjartað gæfist upp á því að slá?
Hvað ef hefði ég ekki sagt þetta’ eina orð?
Hvað ef prúð við sætum öll við sama borð?
Hvað ef ekki þýðir neitt um neitt að fást?
Hvað ef ekki er til þessi eina sanna ást?

Hvað ef hefði ég verið með sjálfum mér,
hvað ef hefði ég bara hugsað lengra hér?
Hvað ef hefði ég verið, hvað ef hefði ég verið,
hvað ef hefði ég verið með sjálfum mér?

Hvað ef hefði ég verið, hvað ef hefði ég verið,
hvað ef hefði ég verið með sjálfum mér?

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Lögin í sýningunni


PopUp MP3 Player (New Window)

Hvað segja sýningargestir?

Það vantar ykkur alveg sárlega í Framhaldsskólann á Laugar!<br /><br /> Ekki það að það séu allir í vímuefnum, en margir hérna sem gætu hugsanlega verið í hættu. Þó nokkrir sem telja að vímuefni séu ekki svo hættuleg. Mér var sagt á sýningunni þegar ég fór á hana í 10.bekk að þetta ætti að vera sýning árlega í hverjum grunnskóla landsins og í hverjum framhaldsskóla fyrir 1.og 2.árs nema. Samt veit ég um fullt af skólum sem vita ekkert hvað ég er að tala um og hafa aldrei séð þetta. <br /><br /> Mér fannst þetta geggjað leikrit og það náði vel til mín sem og allra í gamla bekknum mínum.<br /><br /> Endilega komið hingað og sýnið þetta í Þróttó!

Þorbjörg Una Þorkelsdóttir

Styrktaraðilar

<