Draumar

Höfundur lags: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Höfundur texta: Ólöf Jara Skagfjörð
Útsetning: Guðmundur Ingi Þorvaldsson & Þórður Gunnar Þorvaldsson

Draumar sveima í gegnum huga minn;
fuglar sem þrá að fljúga um himininn.
Alsælan býr mér til draumaheim,
þeytir mér langt út í himingeim.

Kastalar, riddarar
og prinsessa er hallarfangi ófreskjunnar.
Þetta er heimurinn minn. Þetta er tilgangurinn.

Dagarnir endalaust myrkur
sem byrgir mönnum sýn.
Næturnar breytast í daga
þar sem myrkrasólin skín.
Ég hvorki vil vaka né sofa
ég veit ei hvað bíður mín
handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

Óttinn smýgur inn í huga minn
Vængbrotnir fuglar fljúga um himininn.

Í kjólinn fór
drekablóð
sem dökkblátt varð að lit
er það rann út í sjó.
Hvar er heimurinn minn? Hver er tilgangurinn?

Dagarnir endalaust myrkur
sem byrgir mönnum sýn.
Næturnar breytast í daga
þar sem myrkrasólin skín.
Ég hvorki vil vaka né sofa
ég veit ei hvað bíður mín
handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

Og myndin sem í huga var svo skær
með hverjum degi færist fjær og fjær.

Handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Lögin í sýningunni


PopUp MP3 Player (New Window)

Hvað segja sýningargestir?

Góðan daginn. Ég vil þakka fyrir frábæra sýningu í gærkvöldi. Sonur minn kláraði 10. bekk í vor og kom með skólanum sínum á síðasta skólaári að sjá sýninguna, við eigum eftir að ræða hana betur saman. Reyni að fara á flesta fyrirlestra og annað sem tengist vímuefnum, hef tvisvar sinnum farið á fyrirlestur í skóla sem Maggi hjá Samhjálp var með. Er viss um að þessi sýning nær vel til krakkanna og foreldranna. Gangi ykkur sem best og ég er búin að segja öllum sem ég er búin að hitta hversu frábært þetta stykki er Kveðja, Arndís

Arndís Frederiksen

Styrktaraðilar

<