Draumar

Höfundur lags: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Höfundur texta: Ólöf Jara Skagfjörð
Útsetning: Guðmundur Ingi Þorvaldsson & Þórður Gunnar Þorvaldsson

Draumar sveima í gegnum huga minn;
fuglar sem þrá að fljúga um himininn.
Alsælan býr mér til draumaheim,
þeytir mér langt út í himingeim.

Kastalar, riddarar
og prinsessa er hallarfangi ófreskjunnar.
Þetta er heimurinn minn. Þetta er tilgangurinn.

Dagarnir endalaust myrkur
sem byrgir mönnum sýn.
Næturnar breytast í daga
þar sem myrkrasólin skín.
Ég hvorki vil vaka né sofa
ég veit ei hvað bíður mín
handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

Óttinn smýgur inn í huga minn
Vængbrotnir fuglar fljúga um himininn.

Í kjólinn fór
drekablóð
sem dökkblátt varð að lit
er það rann út í sjó.
Hvar er heimurinn minn? Hver er tilgangurinn?

Dagarnir endalaust myrkur
sem byrgir mönnum sýn.
Næturnar breytast í daga
þar sem myrkrasólin skín.
Ég hvorki vil vaka né sofa
ég veit ei hvað bíður mín
handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

Og myndin sem í huga var svo skær
með hverjum degi færist fjær og fjær.

Handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Lögin í sýningunni


PopUp MP3 Player (New Window)

Hvað segja sýningargestir?

Ég vildi bara koma því á framfæri að mér fannst þessi sýning æðisleg í alla staði. Fannst svo líka brellurnar ykkar æðislegar svo fannst mér líka æðislegt hvernig þið náðuð að tala um svona viðkvæmt mál með húmornum ykkar :) !!!!!!!!! Ólöf Jara þú ert rosalega góð stelpa og góð fyrirmynd og eftir þessa sýningu er ég svo sannarlega komin með nýja fyrirmynd. http://www.youtube.com/watch?v=9MAClatdDOU OG ÆVAR ÞÚ ERT FYNDNASTI MAÐUR SEM ÉG VEIT UM ÉG VAR ALLVEG Í HLÁTURSKASTI ALLAN TÍMAN OG ÞÚ RAPPAR BETRI EN ERPUR. Gummi þú ert snillingur, bara hreinn snillingur ! mér finnst eins og allir skólar ættu að kíkja á þessa FRÁBÆRU sýningu og veit að allir myndu njóta þess !! :-) með bestu kveðju Hlín :-) ...

Hlín Helgadóttir

Styrktaraðilar

<