Draumar

Höfundur lags: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Höfundur texta: Ólöf Jara Skagfjörð
Útsetning: Guðmundur Ingi Þorvaldsson & Þórður Gunnar Þorvaldsson

Draumar sveima í gegnum huga minn;
fuglar sem þrá að fljúga um himininn.
Alsælan býr mér til draumaheim,
þeytir mér langt út í himingeim.

Kastalar, riddarar
og prinsessa er hallarfangi ófreskjunnar.
Þetta er heimurinn minn. Þetta er tilgangurinn.

Dagarnir endalaust myrkur
sem byrgir mönnum sýn.
Næturnar breytast í daga
þar sem myrkrasólin skín.
Ég hvorki vil vaka né sofa
ég veit ei hvað bíður mín
handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

Óttinn smýgur inn í huga minn
Vængbrotnir fuglar fljúga um himininn.

Í kjólinn fór
drekablóð
sem dökkblátt varð að lit
er það rann út í sjó.
Hvar er heimurinn minn? Hver er tilgangurinn?

Dagarnir endalaust myrkur
sem byrgir mönnum sýn.
Næturnar breytast í daga
þar sem myrkrasólin skín.
Ég hvorki vil vaka né sofa
ég veit ei hvað bíður mín
handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

Og myndin sem í huga var svo skær
með hverjum degi færist fjær og fjær.

Handan við heiðina háu
vindurinn hvín.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Lögin í sýningunni


PopUp MP3 Player (New Window)

Hvað segja sýningargestir?

Mér finnst þetta vera besta sýning sem ég hef á ævi minni farið á (ég hef farið á margar sýningar) Það var sérstaklega skemmtilegt þegar þetta byrjaði bara allt í einu! Endilega haldið áfram að gera æðislegar sýningar! Þetta er líka ekkert smá hvetjandi á að byrja ekki í neinu rugli! En ég á erfitt að fyrirgefa ykkur með að það var ekkert undir stólunum :( En þetta var geðveikt!!

Freyja

Styrktaraðilar

<