Undirbúningur og eftirvinnsla vegna ,,Hvað ef...?” leiksýningar

Ef skólinn þinn hefur ákveðið að sjá forvarna- og skemmtisýninguna ,,Hvað ef...?” er gott að hafa nokkur atriði í huga. Gott er að undirbúa hópinn fyrir sýninguna og að svara spurningum eða ræða frekar það sem fram kemur í henni eins fljótt og hægt er að sýningu lokinni. Gagnvirk fræðsla með virkri þátttöku nemenda er mun líklegri til að skila árangri.

Undirbúningur fyrir sýningu, t.d.:

  • Kynnið fyrir nemendum hvað er framundan.
  • Spyrjið þá um væntingar til sýningarinnar.
  • Fáið sjálfboðaliða til að taka niður áhugaverða punkta til að ræða.
  • Fáið einhvern/einhverja til að taka eftir hópþrýsting í sýningunni.
  • Hafa samráð við skólahjúkurnarfræðing.
  • o.fl.

Úrvinnsla eftir sýningu:

  • Ef tækifæri gefst, ræðið í tíma hvernig upplifun þetta var.
  • Ræðið t.d. hópþrýsing, hvenig hann birtist og hvernig bregðast má við. Hér er t.d. hægt að styðjast við efni á heilsuvefnum www.6H.is um hamingju og hugrekki í unglingahlutanum, í samvinnu við skólahjúkrunarfæðing.
  • Kannast nemendur við einhver atriðið, er þetta íslenskur raunveruleiki?
  1. Þekkja þau einhvern sem hefur ekið ölvaður?
  1. Þekkja þau einhvern sem hefur slasast alvarlega, jafnvel lamast í bílslysi?
  1. Hafa þau setið í bíl þar sem glannaakstur var?
  • Settu þau sig upp á móti því; þ.e. reyndu að breyta akstri bílstjóra?
  • Til að fá hugmyndir að verkefnu eða spurningum að vinna úr má t.d. benda á námsefni á vef Lýðheilsustöðvar. Þar má m.a. finna sex kennslustundir með spurningum. Efnið má finna á hér.

Gangi ykkur vel.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Ég var svo heppin að fá að koma á syningu hjá ykkur á þessu stykki og var alveg heilluð hvað þið gerðuð þetta vel og ér ég ekki ein um það. Ég er formaður Fræðsluráðs Hafnarfjarðar og tók upp á síðasta fundi Fræðsluráðs hvað þessi sýning hefði mikið forvarargildi. Töluverð umræða varð um þessi málefni og fannst okkur spurning hvort að börn úr 8.bekk ættu ekki að fá að njóta þess að sjá þessa sýningu. Ég veit að fyrirtæki hafa styrkt þessar sýningar og alltaf er spurning hvenær er komið nóg. Ég læt fylgja hér með bókun okkar í fræðsluráði. Önnur mál. Fræðsluráð fagnar samstarfsverkefni Hafnarfjarðarleikhúsins og SÁÁ um sýningu á leikverkinu ‘’Hvað ef’’’ sem sýnt hefur verið 9...

Hafrún Dóra

Styrktaraðilar

<