Undirbúningur og eftirvinnsla vegna ,,Hvað ef...?” leiksýningar

Ef skólinn þinn hefur ákveðið að sjá forvarna- og skemmtisýninguna ,,Hvað ef...?” er gott að hafa nokkur atriði í huga. Gott er að undirbúa hópinn fyrir sýninguna og að svara spurningum eða ræða frekar það sem fram kemur í henni eins fljótt og hægt er að sýningu lokinni. Gagnvirk fræðsla með virkri þátttöku nemenda er mun líklegri til að skila árangri.

Undirbúningur fyrir sýningu, t.d.:

  • Kynnið fyrir nemendum hvað er framundan.
  • Spyrjið þá um væntingar til sýningarinnar.
  • Fáið sjálfboðaliða til að taka niður áhugaverða punkta til að ræða.
  • Fáið einhvern/einhverja til að taka eftir hópþrýsting í sýningunni.
  • Hafa samráð við skólahjúkurnarfræðing.
  • o.fl.

Úrvinnsla eftir sýningu:

  • Ef tækifæri gefst, ræðið í tíma hvernig upplifun þetta var.
  • Ræðið t.d. hópþrýsing, hvenig hann birtist og hvernig bregðast má við. Hér er t.d. hægt að styðjast við efni á heilsuvefnum www.6H.is um hamingju og hugrekki í unglingahlutanum, í samvinnu við skólahjúkrunarfæðing.
  • Kannast nemendur við einhver atriðið, er þetta íslenskur raunveruleiki?
  1. Þekkja þau einhvern sem hefur ekið ölvaður?
  1. Þekkja þau einhvern sem hefur slasast alvarlega, jafnvel lamast í bílslysi?
  1. Hafa þau setið í bíl þar sem glannaakstur var?
  • Settu þau sig upp á móti því; þ.e. reyndu að breyta akstri bílstjóra?
  • Til að fá hugmyndir að verkefnu eða spurningum að vinna úr má t.d. benda á námsefni á vef Lýðheilsustöðvar. Þar má m.a. finna sex kennslustundir með spurningum. Efnið má finna á hér.

Gangi ykkur vel.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Allgjör snilld! Geðveikt leikrit:-D

Daney Harðardóttir

Styrktaraðilar

<