Þátttakendur í sýningunni

Kolbeinn

Kolbeinn Arnbjörnsson

Kolbeinn Arnbjörnsson er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði. Hann lærði myndlist við Verkmenntaskólann á Akureyri áður en hann flutti til Reykjavíkur. Þar kynntist hann Stúdentaleikhúsinu og tók þátt í fjórum sýningum þeirra, sat i stjórn auk þess að taka þátt í öðrum sjálfstæðum leikverkum.

Kolbeinn útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Eftir útskrift hefur hann einbeitt sér að skrifum á sjónvarpsseríu, stuttmyndum, unnið að raddsetningu, leikið í sjónvarpsþáttum og auglýsingum.

   

Thelma Marín Jónsdóttir

Thelma Marín Jónsdóttir er fædd 1987 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún ólst upp í vesturbænum og gekk í Grandaskóla og síðan Hagaskóla þar sem hún tók virkan þátt í félagslífinu. Hún útskrifaðist af Fornmáladeild II frá Menntaskólanum í Reykjavík og tók þátt í starfi leikfélagsins Á Herranótt öll árin sín. Eftir menntaskólann fluttist hún til Berlínar og vann m.a. kvikmynd með þýsku myndlistarkonunni Gudi Widlok í Ghana. Þaðan fór hún til Barcelona þar sem hún lærði líkamlega leiklist í þrjá mánuði og vorið 2010 tók hún þátt í uppfærslu Stúdentaleikhússins Hrópíum og komst inn í leikaranám Listaháskóla Íslands sama ár. Thelma útskrifaðist sem leikkona vorið 2013.

Á meðan Thelma var í Listaháskólanum lék hún m.a. í sjónvarpsseríunni Á tíma nornarinnar í leikstjórn Friðrik Þórs Friðrikssonar og í sjónvarpsauglýsingu fyrir Kea-skyr þar sem hún söng og spilaði á skyrdósir. Thelma hefur einnig starfað mikið með myndlistarmanninum Ragnari Kjartanssyni og undirbýr nú frekara samstarf á þessu ári. Thelma hefur einbeitt sér að láta drauma sína rætast og hefur nú þegar ferðast til 30 landa, getur bjargað sér á 6 tungumálum og er hvergi hætt að læra nýja hluti sem og að vinna við það sem hún elskar. Hennar helstu fyrirmyndir er fólk sem er fylgið sjálfu sér og gefst ekki upp.

   
gudmundur_ingi_th

Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Guðmundur Ingi Þorvaldsson útskrifaðist frá Goldsmiths University of London 2009 með Master í gjörningalist og leikstjórn. Ytra lék hann m.a í sjónvarpsþáttunum Any Human Heart og í myndbandi með Iron Maiden auk þess í nokkrum sviðsverkum í Shunt leikhúsinu. Hann útskrifaðist sem leikari frá leiklistarskóla Íslands árið 1998.

Hann á að baki hlutverk í um fjörutíu uppfærslum á sviði í atvinnuleikhúsum á Íslandi, um tuttugu í sjónvarp, bíó- og stuttmyndum, fimmtán leikstjórnarverkefni í atvinnuleikhúsi, fimm hljómplötur með eigin efni auk kennslu, talsetninga ofl.

Lesa meira

   
Sample image

Gunnar Sigurðsson

Gunnar Sigurðsson leikstjóri
Hólmgarði 27
108 Reykjavík
Sími 897 7694

Menntaður í leikstjón/leiklist frá Bristol Old Vic Theatre School og Emmerson College (músik,storytelling,listasaga,enska og fl) á Englandi. Endurmenntun Háskóla Íslands: Skóli Atvinnulífsins Markaðsfræði, rekstur,stjórnun 2000.

Lesa meira

   

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Mér fannst þetta æðislegt og mjög skemmtilegt og fyndið og fræðandi og ég ætla aldrei að byrja á dópi,áfeingi og o.f.l. og mér brá mikið í byrjun synigarinar og mér fannst líka lögin skemmtileg og ég hef líka átt í vandræðum með vini og með mig og ég vil þakka ykkur fyrir að seigja mér að það er til von til bjartari framtíðar og ég er með nokkrar spurningar. 1.Afhverju er fólk á dópi þegar það getur drepið það. 2.afhverju er til dóp. 3.afhverju vil fólk drepa sig. haverju ég bara spyr þegar þau eiga muna kanski bjarta framtíð og svo bara seigja þau bæ við heimin mér finnst það bara sorglegt... og gángi ykkur vel og þið eruð frábærir leikarar og þið rokkið og mig lángar að sjá þetta aftur

Fjóla Sigrún Árnadóttir

Styrktaraðilar