Krakkar úr 10. bekk í Kársnesskóla kíktu á rennsli til okkar í dag. Það gekk bara nokkuð vel, fyrir utan einn einasta hljóðnema sem vildi ekki fara í gang. Það kom svo seinna í ljós að ljósamaðurinn hafði óvart tekið hann úr sambandi. Engum varð þó meint af og sýningin hélt áfram.
Eftir rennslið spjölluðum við við krakkana og fengum að heyra aðeins hvað þeim fannst; hvað var gott og hvað þau skildu ekki.
Svo er bara um að gera að safna kröftum um helgina, því frumsýningin nálgast óðum og 9 sýningar planaðar í næstu viku!
Kíktu á Flickr-síðuna okkar til að sjá myndir af rennslinu og krökkunum.