540 gólf - Leikhús tilkynnir um opnar kvöldsýningar á Hvað Ef? Skemmtifræðslu í Þjóðleikhúsinu 18. & 19. janúar næstkomandi!
Hvað Ef? Skemmtifræðsla er uppistand fyrir unglinga, foreldra og kennara um mörg þau málefni og freistingar sem ungt fólk stendur frammi fyrir um það leiti sem það breytist úr börnum í fullorðið fólk. Hvað Ef? fjallar um viðkvæm mál eins og vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál á skemmtilegan og nýstárlegan hátt. Flytjendur eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Ævar Þór Benediktsson. Leikstjóri Gunnar Sigurðsson.
Hvað Ef skemmtifræðsla var sýnd í Hafnarfjarðarleikhúsinu á árunum 2005-2007 fyrir um 13.000 unglinga, foreldar og kennara.
Þann 26. október 2010 var ný og endurbætt útgáfa af verkinu frumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og móttökurnar hafa verið rífandi. Á mánuði sýndum við 30 sýningar fyrir fullu húsi. Það gera um 4000 unglinga auk kennara og foreldra.
Sá háttur hefur verið hafður á að fyrirtæki og stofnanir hafa boðið skólum á sýningarnar á skólatíma. 540 gólf – leikhús hefur borist fjöldi fyrirspurna um það hvort ekki sé hægt að koma á sýningu með forelda eða ættingja utan skólatíma og án þess að að um kostun sé að ræða. Við höfum nú ákveðið að bregðast við því og prufa að hafa tvær kvöldsýningar á verkinu 18. Og 19. Jan.
Verkið hefur hlotið einmunna lof unglinga, foreldra, kennara og þeirra sem hafa staðið í forvörnum og fræðslu um lengri eða skemmri tíð. Með húmorinn og einlægnina að vopni einsetjum við okkur að opna umræðuna um raunveruleika ungmenna á Íslandi. Sýningin er gagnvirk. Við erum með flotta heimasíðu þar sem fólk getur fengið allar nánari upplýsingar og sent okkur póst sem við svörum alltaf.
Kíkið endilega inn á Hvadef.com og við erum að sjálfsögðu einnig á facebook.
Allar nánari upplýsingar veita:
Gunnar Sigurðsson 8977694
Guðmundur Ingi Þorvaldsson 8919488
Ólöf Jara Skagfjörð 7747070
Ævar Þór Benediktsson 6917893