Thelma Marín Jónsdóttir

Thelma Marín Jónsdóttir er fædd 1987 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún ólst upp í vesturbænum og gekk í Grandaskóla og síðan Hagaskóla þar sem hún tók virkan þátt í félagslífinu. Hún útskrifaðist af Fornmáladeild II frá Menntaskólanum í Reykjavík og tók þátt í starfi leikfélagsins Á Herranótt öll árin sín. Eftir menntaskólann fluttist hún til Berlínar og vann m.a. kvikmynd með þýsku myndlistarkonunni Gudi Widlok í Ghana. Þaðan fór hún til Barcelona þar sem hún lærði líkamlega leiklist í þrjá mánuði og vorið 2010 tók hún þátt í uppfærslu Stúdentaleikhússins Hrópíum og komst inn í leikaranám Listaháskóla Íslands sama ár. Thelma útskrifaðist sem leikkona vorið 2013.

Á meðan Thelma var í Listaháskólanum lék hún m.a. í sjónvarpsseríunni Á tíma nornarinnar í leikstjórn Friðrik Þórs Friðrikssonar og í sjónvarpsauglýsingu fyrir Kea-skyr þar sem hún söng og spilaði á skyrdósir. Thelma hefur einnig starfað mikið með myndlistarmanninum Ragnari Kjartanssyni og undirbýr nú frekara samstarf á þessu ári. Thelma hefur einbeitt sér að láta drauma sína rætast og hefur nú þegar ferðast til 30 landa, getur bjargað sér á 6 tungumálum og er hvergi hætt að læra nýja hluti sem og að vinna við það sem hún elskar. Hennar helstu fyrirmyndir er fólk sem er fylgið sjálfu sér og gefst ekki upp.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Þessi sýning er algjör snild og Ævar ógeðslega fyndinn og takk fyrir frábæra sýningu en ég lærði líka mikið af þessar sýningu.

Valgerður Sigurbergsdóttir

Styrktaraðilar

<