Gunnar Sigurðsson

Sample image

Gunnar Sigurðsson leikstjóri
Hólmgarði 27
108 Reykjavík
Sími 897 7694

Menntaður í leikstjón/leiklist frá Bristol Old Vic Theatre School og Emmerson College (músik,storytelling,listasaga,enska og fl) á Englandi. Endurmenntun Háskóla Íslands: Skóli Atvinnulífsins Markaðsfræði, rekstur,stjórnun 2000.

Hef leikstýrt bæði atvinnu-og áhugaleikhópum um land allt,verið framleiðandi af fjölda sýninga, ma.a.Borgarleikhús,Hafnarfjarðarleikhús,gert heimildarmynd í fullri lengd ,kennt leiklist,haldið námskeið, leikið og er nú þessa dagana að vinna við gerð tveggja heimildarmynda í fullri lengd og setja upp leikverk í Kassanum Þjóðleikhúsi. Hef mikla reynslu í sölu og markaðsstörfum sem og skipulags og breytingarferlum í meðalstórum fyrirtækjum.

Viltu senda Gunnari póst? Smelltu hér.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Frábær sýning sem ég hvet alla foreldra unglinga og barna sem eru á komast á unglingsaldur til að fara á, lærdómsríkt fyrir alla held ég. Byrjunin sérstaklega áhrifarík og fær alla til að fylgjast með af fullri athygli frá upphafi, síðan rúllar þetta með mjög passlegri blöndu af húmor og alvarleika. Leikararnir stóðu sig mjög vel og virkilega sterkt að láta þá líka vera í eigin persónu. Gott hversu oft var tekið fram ( og endað á því ) að hass ER hættumeira en áfengi því sá áróðuð dynur stanslaust á unglinunum okkar að hass sé ekki hættumeira. Kærar þakkir fyrir góða sýningu.

Anna Sjöfn.

Styrktaraðilar

<