Guðmundur Ingi Þorvaldsson

gudmundur_ingi_th

Guðmundur Ingi Þorvaldsson útskrifaðist frá Goldsmiths University of London 2009 með Master í gjörningalist og leikstjórn. Ytra lék hann m.a í sjónvarpsþáttunum Any Human Heart og í myndbandi með Iron Maiden auk þess í nokkrum sviðsverkum í Shunt leikhúsinu. Hann útskrifaðist sem leikari frá leiklistarskóla Íslands árið 1998.

Hann á að baki hlutverk í um fjörutíu uppfærslum á sviði í atvinnuleikhúsum á Íslandi, um tuttugu í sjónvarp, bíó- og stuttmyndum, fimmtán leikstjórnarverkefni í atvinnuleikhúsi, fimm hljómplötur með eigin efni auk kennslu, talsetninga ofl.

Árið 2002 stofnaði hann Fimbulvetur ehf sem hefur til þessa dags einbeitt sér að grasrótarverkefnum. Í vetur mun Guðmundur m.a leikstýra tveimur nýjum íslenskum sviðsverkum, einu útvarpsverki, fer með hlutverk Sölva Sölvasonar í Hlemmavídeó hjá Stöð 2, Fjalla- Eyvindi í Norðurpólnum og er að leika í Hvað ef í Þjóðleikhúsinu. Allar nánari upplýsingar er að finna hér: http://gudmundurthorvaldsson.blogspot.com/

Viltu senda Guðmundi Inga póst? Smelltu hér.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

Hæhæ, mig langaði bara að þakka fyrir sýninguna sem ég fór á í kvöld. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og vakti mig til umhugsunar. Ég ætla ALDREI að nota dóp og ég ætla heldur ekki að skemma í mér lungun með reykingum. Mér finnst mögnuð en ógeðsleg sagan að dópistanum sem át upp æluna og ég ætla aldrei að verða þannig. Ég ætla heldur ekki að drekka fyrr en um tvítugt því ég skemmti mér bara konunglega með vinkonum mínum án þess að drekka...við segjum alltaf að við séum nú nógu vitlausar fyrir. Við skemmtum okkur vel án þess :) Takk bara kærlega fyrir frábæra sýningu. Kveðja Alexandra, 13 ára :)

Alexandra Björk Guðmundsdóttir

Styrktaraðilar

<