Guðmundur Ingi Þorvaldsson

gudmundur_ingi_th

Guðmundur Ingi Þorvaldsson útskrifaðist frá Goldsmiths University of London 2009 með Master í gjörningalist og leikstjórn. Ytra lék hann m.a í sjónvarpsþáttunum Any Human Heart og í myndbandi með Iron Maiden auk þess í nokkrum sviðsverkum í Shunt leikhúsinu. Hann útskrifaðist sem leikari frá leiklistarskóla Íslands árið 1998.

Hann á að baki hlutverk í um fjörutíu uppfærslum á sviði í atvinnuleikhúsum á Íslandi, um tuttugu í sjónvarp, bíó- og stuttmyndum, fimmtán leikstjórnarverkefni í atvinnuleikhúsi, fimm hljómplötur með eigin efni auk kennslu, talsetninga ofl.

Árið 2002 stofnaði hann Fimbulvetur ehf sem hefur til þessa dags einbeitt sér að grasrótarverkefnum. Í vetur mun Guðmundur m.a leikstýra tveimur nýjum íslenskum sviðsverkum, einu útvarpsverki, fer með hlutverk Sölva Sölvasonar í Hlemmavídeó hjá Stöð 2, Fjalla- Eyvindi í Norðurpólnum og er að leika í Hvað ef í Þjóðleikhúsinu. Allar nánari upplýsingar er að finna hér: http://gudmundurthorvaldsson.blogspot.com/

Viltu senda Guðmundi Inga póst? Smelltu hér.

 

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á:

309x229_hvad-ef_bolir_nanar1

Hvað segja sýningargestir?

algjör snilldar sýning ef það væri eitt comment er að hafa tónlistina í byrjun aðeins hærri ;)

Haraldur Örn

Styrktaraðilar

<